05.12.1955
Neðri deild: 26. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1033 í B-deild Alþingistíðinda. (1022)

57. mál, sala jarða í opinberri eigu

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. landbn. fyrir afgreiðslu á þessu máli, frv. um sölu Breiðumýrarholts, og get fallizt á þá breytingu, sem hún gerir um orðalag 1. gr. frv. — 2. brtt. lýtur að öðru efni, og sjáanlegt er, að hvað áhrærir skoðun þeirra aðila, er það mál snertir fyrst og fremst, þá eru þeir sammála um, að slík breyting nái fram að ganga, þessi landaskipti, og ég hef þess vegna ekkert við það að athuga, því að mér sýnist, að það muni á engan hátt geta torveldað afgreiðslu þess máls, sem ég upphaflega flutti og óska eftir að nái fram að ganga. Ég vil vona, að hv. d. ljái því máli eindreginn stuðning.