05.12.1955
Neðri deild: 26. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1036 í B-deild Alþingistíðinda. (1044)

107. mál, kirkjuítök

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Við 1. umr. þessa máls tók ég það fram, að menntmn., sem flytur frv., mundi taka til athugunar á milli umr., hvort orðalag 1. gr. frv. væri í fullu samræmi við lögin um lausn ítaka af jörðum.

N. hefur komizt að þeirri niðurstöðu við að athuga málíð, að ástæða væri til að breyta orðalagi 1. gr., og flytur n. um það brtt. á þskj. 144. Í l. um lausn ítaka af jörðum er skilgreint hugtakið „ítak“, og nær sú skilgreining jafnt til ítaka, sem kirkjur eiga, og ítaka, sem aðrir eru eigendur að.

Þess skal getið, að um þetta mál hefur verið rætt af hálfu n. við Ólaf Lárusson prófessor, og sú brtt., sem n. flytur, er borin fram í samráði við hann.