24.11.1955
Efri deild: 22. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1070 í B-deild Alþingistíðinda. (1125)

81. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Ingólfur Flygenring):

Herra forseti. Þegar breyting á lögum um skipun prestakalla var til 3. umr. 15. þ. m., lágu fyrir tvær brtt., og voru um þær nokkrar umræður. Brtt. á þskj. 116 er við brtt., er fylgdi nál. frá menntmn. á þskj. 106. Hin brtt. er á þskj. 113 og borin fram af hv. þm. Barð. Atkvgr. um báðar þessar till. var frestað. Viðvíkjandi till. á þskj. 113 mun hv. þm. Barð. lýsa því yfir, að hann dragi till. til baka, en efni hennar í breyttu formi kemur væntanlega fram síðar, og hefur hæstv. kirkjumálaráðherra heitið að gangast fyrir því í samráði við flm., biskup og Þingvallanefnd.

Þar sem hæstv. ráðh. er ekki viðstaddur, mun hv. 1. þm. Eyf. staðfesta ummæli hans.