20.03.1956
Neðri deild: 90. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1088 í B-deild Alþingistíðinda. (1185)

169. mál, vátryggingarsamningar

Frsm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Samgmn, hefur athugað þetta frv. og mælir með því, að það verði samþ. óbreytt. Meginbreytingin, sem frv. felur í sér á 32. gr. bifreiðalaganna, er sú, að samgmrh. geti sett gjaldskrá um flutningsgjöld með sendibifreiðum og ákveðið, að gjaldmælir skuli vera í slíkum bifreiðum. Ósk hefur komið fram um það frá samtökum sendibílstjóra, að slík breyting verði gerð, og hefur bæði hæstv. ríkisstj. og hv. Ed. og nú samgmn. þessarar hv. d. talið rétt að mæla með því, að sú breyting verði gerð.