13.02.1956
Neðri deild: 69. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1204 í B-deild Alþingistíðinda. (1243)

105. mál, framleiðsluráð landbúnaðarins

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það fór svo undarlega með þetta mál, sem hér er verið að ræða um, að við 2. umr. virtist það ekki eiga neina formælendur í deildinni. Það var rætt allmikið um málið, það var skorað á þá menn, sem höfðu, þegar umr. hófst, glæpzt á að tala fyrir því, að reyna að verja það. Annar þeirra veiktist og mun liggja á spítala, hæstv. landbrh., hinn fór utanlands, eftír að hann var búinn að halda sína fyrstu ósvífnu ræðu, og þegar náðist í hann, eftir að hann kom heim aftur, var hann steinþagnaður og ómögulegt að fá hann til þess að segja eitt einasta orð, hvorki til að skýra málið né verja það. Hins vegar þegar kom að því að greiða atkv. um málið; þá réttust heilmargar hendur á loft, þó að hugur og máltæki þeirra manna, sem réttu hendurnar á loft, hafi aldrei fylgt málinu í deildinni. Og þannig er nú þetta mál komið til 3. umr. Þeir hv. þm., sem fylgdu þessu máli við atkvgr., höfðu aldrei sýnt hug á því að reyna að skýra nokkurn skapaðan hlut í sambandi við þetta mál eða verja það.

Það er ekki minn tilgangur að ætla að fara að endurtaka það, sem áður hefur verið sagt í sambandi við þetta mál. En mig langaði til viðbótar við ýmislegt af því; sem þá kom fram, að leggja fyrir hv. þingmenn, ekki sízt þá, sem málinu reyndust fylgjandi við 2. umr., að því er virðist án þess að hafa hugsað málið; án þess að hafa rætt það, án þess að -hafa hlýtt á rök í málinu, án þess að hafa gert minnstu tilraun til þess að sannfærast, — ég ætla að leggja fyrir þá nokkrar spurningar í sambandi við þetta.

Það er í fyrsta lagi í sambandi við 4. gr., sem er ein aðalgreinin í þessu frv. Það er talað þar um að afnema þá ríkisverzlun, sem hefur verið með grænmeti, og setja í staðinn grænmetisverzlun landbúnáðarins. Má ég spyrja: Er kannske meiningin, að þessi grænmetisverzlun landbúnaðarins eigi að vera verzlun með grænmeti fyrir þá, sem landbúnað stunda? Eru bændasamtök landsins með þessu móti að heimta, að þeir fái einir að ráða því grænmeti, sem þeir framleiða, kartöflur og annað slíkt, og að við kaupstaðabúar megum skilja þetta þannig, að við fáum að vera lausir svo að segja við það grænmeti og landbúnaðarframleiðendur ætli að sjá um að neyta þess sjálfir?

Ég hef orðið var við það, að þeir tveir flokkar, sem fylgdu þessu máli hér í þinginu, Sjálfstfl. og Framsfl., hafa verið að prédika frjálsa verzlun mjög mikið, og ég vil leyfa mér að spyrja: Hvað segja þessir frjálsu verzlunar flokkar um það til samkomulags í þessum málum, að við, sem búum í bæjum og kauptúnum, fáum sjálfir að rækta okkar kartöflur og fáum sjálfir að flytja inn kartöflur, ef okkur vantar kartöflur, en þessi samtök landbúnaðarins, sem heimta nú þessi sérréttindi sér til handa, fái sjálf að sitja að sinni framleiðslu? Ef það er endilega vilji bændasamtakanna í landinu, að bændur fái sjálfir að njóta þeirrar kartöfluframleiðslu, sem fram fer í sveitum, þá getur vel verið, að það sé hægt að gera samkomulag við okkur um það og framleiðsluráð landbúnaðarins geti þá héðan í frá fengið að ráðstafa kartöfluframleiðslu sveitanna handa sveitunum. En mættum við í bæjunum þá fá að vera frjálsir, annars vegar að því að rækta kartöflur og hins vegar að því, ef þær kartöflur nægja ekki til þess, að við höfum nægar kartöflur að borða, að við mættum þá flytja inn kartöflur? Ég vil nú spyrja þessa flokka frjálsrar verzlunar, hvað þeir meini með sinni frjálsu verzlun. Þetta væri mjög ánægjulegt að fá upplýsingar um. Hvað er það, sem býr á bak við, þegar talað er svona mikið um frjálsa verzlun? Er það meining þessara flokka að vilja koma á frjálsri verzlun, þar sem verið hefur einokun áður, og vilja viðhalda henni, þar sem hún er? Hér liggur nú fyrir till. frá þeim um að afnema ríkisverzlun. Við höfum almennt gengið út frá því, þegar um ríkisrekstur væri að ræða; enda er það tekið fram t.d. í lögum um grænmetisverzlun ríkisins, að ríki og þess fulltrúar eigi undir slíkum kringumstæðum að hugsa nm hag beggja, neytenda og framleiðenda. Þess vegna höfum við, ekki sízt af því, að þessi grænmetisverzlun ríkisins hefur verið rekin vel, neytendur hafa ekki fundið neina sérstaka ástæðu til þess að kvarta yfir henni og hún hefur vafalaust eftir beztu getu reynt að vera sanngjörn gagnvart báðum aðilum, neytendum og framleiðendum, fellt okkur við þessa grænmetisverzlun ríkisins.

Ef nú t.d. Sjálfstfl. hefur viljað fara inn á það að vera með Framsfl. í því að afnema grænmetisverzlun ríkisins, þá langar mig til að spyrja fulltrúa Sjálfstfl. hér í deildinni: Geta þeir þá ekki eins hugsað sér að vera með því, að landsmenn fái að vera frjálsir í þessum efnum? Sjálfstfl. hefur þótzt berjast fyrir frjálsri verzlun í þessum málum, og það virðist nú ekki vera farið fram á neitt afskaplega mikið, þó að það sé farið fram á það um eins lífsnauðsynlega vöru og kartöflur; ef það má ekki lengur vera undir yfirstjórn ríkisins, að framleiðsla þeirra, a.m.k. í bæjunum, og innflutningur á kartöflum sé þá háð frjálsu samkomulagi og frjálsri verzlun-neytendanna í bæjunum. Ef samtök bænda, framleiðsluráð landbúnaðarins, heimta endilega einkasölu sér til handa í þessum efnum; þá geta þeir haft einkasölu á þessu fyrir sjálfa sig og handa sjálfum sér.

Það er sýnt fram á það í skjali, sem fylgir með og prentað er í nál. minni hl., að 1953 var framleiðslan í sveitum á kartöflum 49.1%, en framleiðsla í kaupstöðum og kauptúnum 50.9%. M.ö.o.: Meiri hlutinn af allri kartöfluframleiðslu landsmanna var framleiddur í kaupstöðum og kauptúnum. Ef þetta frv., eins og það var samþykkt við 2. umr., yrði að lögum, þá á ekki að taka neitt tillit til réttar þessara manna, sem í kaupstöðum og kauptúnum búa. Það á ekki að taka neitt tillit til þeirra. Það á að gefa framleiðsluráði landbúnaðarins einkaréttindi, þann rétt, sem grænmetisverzlun ríkisins hefur haft fram að þessu. Það er því ekki að undra, þótt í fyrsta lagi neytendur mótmæli þessu og í öðru lagi þeir framleiðendur kartaflna eins og annarra slíkra vara, sem undir þetta koma, sem búa í kaupstöðum og kauptúnum og eru meiri hluti framleiðendanna. Hér á að ganga alveg á þeirra rétt.

Mér finnst því ekki nema eðlilegt, að við spyrjum: Vilja þá þeir, sem heimta þessi einkaréttindi handa framleiðsluráði landbúnaðarins, láta sér nægja að heimta þau einkaréttindi til handa framleiðsluráði landbúnaðarins hvað sveitirnar snertir, hvað framleiðslu og neyzlu í sveitunum snertir, og vilja þeir þá eftirláta kaupstöðum og kauptúnum, að menn megi þar hafa frelsi í þessum málum, að menn megi rækta sínar kartöflur í friði og menn megi þá flytja inn kartöflur, ef þá vantar þær? Það virðist ekki vera farið fram á neitt sérstaklega mikið. En ef það er einhver af stjórnarflokkunum; sem hefur einhvern áhuga á frjálsri verzlun og hefur veitzt að grænmetisverzlun ríkisins til þess að geta afnumið þarna að einhverju leyti einhverja einkasölu ríkisins, þá mundi slíkum flokki gefast tækifæri til þess að ganga þá fetinu lengra og koma á algerlega frjálsri verzlun með kartöfiur, líka frjálsum innflutningi á kartöflum í þjóðfélaginu. Þetta ætti að öðru leyti ekki að vera neitt óþægilegt, því að allir vita, hvaða þýðingu kartöflur hafa upp á vísitöluna að gera, þannig að menn ættu þá ekki að vera á móti því að leyfa nokkru frjálsari samkeppni með þær.

Hins vegar efast ég ekki um, að það yrði enn meiri áhugi hjá neytendum í bæjunum, og hafa þeir þó sýnt mikinn og lofsverðan áhuga undanfarið,—- enn meiri áhugi í þá átt að koma upp og auka þá kartöfluframleiðslu, sem þar er nú þegar, svo framarlega sem þeir fengju með þessu móti algert frelsi, og þeir, sem væru þá á móti þessari uppástungu; hljóta þá að líta svo á, að með því að sefja á stofn þessa grænmetisverzlun landbúnaðarins, sem hér er stefnt að með þessu frv., eigi að slá því föstu, að neytendur í bæjunum séu fyrst og fremst eins konar mjólkurkýr fyrir framleiðsluráð landbúnaðarins; það eigi sem sé að hagnýta þá til þess að einoka þann markað, sem þeir mynda, fyrir framleiðendur landbúnaðarvaranna fyrst og fremst, og maður gæti nokkurn veginn hugsað sér, hvernig áfram yrði haldið, ef svo yrði fram haldið sem nú er byrjað, að það liði líklega ekki á löngu, þegar mikil framleiðsla væri orðin í sveitunum af þessu, áður en amazt væri við kartöfluframleiðslunni í bæjunum. Það yrði farið að líta það hornauga, að menn væru þar að rækta kartöflur og keppa við þá kartöfluframleiðendur, sem fá sérréttindi eftir þessu frv., og máske liði ekki á löngu áður en það væri farið að banna kartöfluframleiðsluna í hæjunum. Annað eins hefur gerzt á öðrum sviðum, þessum svipuðum. Ég held þess vegna, að þeir, sem nú með offorsi ætla að fara að knýja þetta mál í gegn hér í þinginu, ættu að athuga sinn gang, og ég vil aftur taka það fram, ef einhverjir þeirra, t.d. sjálfstæðismenn, hafa gert það út frá því sjónarmiði, að þeir vildu skapa þarna meira frelsi, þá erum við, ef á annað borð á að samþykkja þetta frv. og fara inn á þessa leið, fyllilega til viðtals um það að fá þá þarna að ná frelsi fyrir þá menn, sem í bæjunum búa, um innflutning á kartöflum og um kartöfluframleiðslu og lofa þeim að ráða sínu sviði sjálfir og láta þá framleiðsluráð landbúnaðarins, sem hér seilist til þess að skapa sér einokun í landinu, ráða hins vegar framleiðslunni hvað sveitirnar snertir. Ég verð að taka það fram einu sinni enn, að ég álít það hreina ósvífni, sem í þessu frv. felst, að ætla að afhenda minni hl. framleiðendanna á Íslandi og þeirra samtökum einkaréttindi í þessum málum, svipta alla neytendur í landinu öllum rétti og meiri hlutann af framleiðendum líka, þ.e.a.s. framleiðendurna í bæjunum. Og það er undarlegt, að þeir menn, sem bera svona mál fram hér í þinginu, skuli ekki hafa manndáð í sér til þess að reyna að verja þetta mál hér. Það var með lygum og ósannindum, sem hæstv. landbrh. og hv. frsm. meiri hl. landbn., hv. þm. Dal., komu fram í sambandi við þetta mál, þannig ósvífnum áburði og óhróðri, að þeir hafa ekki sýnt sig síðan í því, þó að það sé margbúið að skora á þá að taka til máls, að ræða þetta mál, þannig að þessir menn ættu að skammast sín fyrir þá framkomu, sem þeir hafa hér í sambandi við þetta mál.

Þá er enn fremur rétt að gera hér að sérstöku umtalsefni 5. gr. þessa máls. Ég hef ekki orðið var við, að það hafi verið minnzt á þá grein af hálfu þeirra manna, sem um málið hafa talað, og ég veit ekki, hvort þeir þm. Sjálfstfl. og Framsfl., sem samþykkt hafa þetta mál, hafa yfirleitt gert sér grein fyrir því, hvað í þeirri grein stendur. Þar stendur, að það megi leggja verðjöfnunargjald á matjurtir, ef framleiðsluráð landbúnaðarins telur það nauðsynlegt til þess að jafna verð milli söluvara annars vegar og vinnslu- eða fóðurvara hins vegar. Hvað þýðir þetta með öðrum orðum? Það þýðir, að framleiðsluráð landbúnaðarins á að fá sérréttindi til þess að leggja á t.d. þær kartöflur, sem væru til sölu handa almenningi í gegnum grænmetisverzlun landhúnaðarins, svo og svo mikið verðjöfnunargjald. Og til hvers ætti að leggja þetta verðjöfnunargjald á? Við skulum taka dæmi. Segjum, að kartöfluframleiðsla í sveitunum vaxi og vaxi mjög mikið og að bændur fari máske t.d. almennt að nota kartöflur mun meira en undanfarið hafa verið dæmi um sem fóður, þannig að það sé farið að gefa búpeningi oft og tíðum kartöflurnar með eða nota þær á annan hátt til vinnslu. Ef orðin væru mikil brögð að þessu, þá væri samkv. þessari 5. gr. framleiðsluráði landbúnaðarins heimilt að leggja sérstakt gjald á þær kartöflur, sem á að selja til almennings í bæjunum, til þess að bæta upp verðið á þeim kartöflum, sem búpeningurinn fær. M.ö.o.: Neytendurnir í bæjunum ættu að borga að svo og svo miklu leyti kartöflurnar, sem búpeningurinn æti. Þetta er valdið, sem framleiðsluráði landbúnaðarins, þessum sérsamtökum minni hluta framleiðendanna, er gefið með þessum lögum. Ég veit ekki, hvort þeir menn, sem hafa flutt þetta mál, hafa hugsað yfirleitt eitthvað út í þetta. Það er vitað, að það á sér stað svona verðjöfnunargjald viðvíkjandi mjólk og viðvíkjandi kjöti, og sérstaklega náttúrlega viðvíkjandi mjólkinni. En ég er nú hræddur um, að almennt væru landsbúar ekki reiðubúnir til þess að fallast á, að það sama ætti að gilda um kartöfiur, að kartöflurnar væru þannig alveg jafnréttháar og mjólkin; og við sjáum alveg, hvert stefnir, þegar farið er inn á þessa braut, að gefa í þessu tilfelli bændasamtökunum í landinu eða framleiðsluráði landbúnaðarins sérréttindi til þess að leggja verðmiðlunargjald á þær kartöflur, sem notendur í bæjunum vilja kaupa af grænmetisverzlun landbúnaðarins. Menn mundu máske sumir segja: Ja, neytendur í bæjunum þurfa ekkert að vera að kaupa af grænmetisverzlun landbúnaðarins kartöflur, þeir geta bara framleitt handa sér sjálfir og sloppið þannig við verðmiðlunargjald. — En þá vil ég leyfa mér um leið að spyrja: Hver er þá tilgangur þessara manna, sem flytja þetta frv. og þykjast vera að berjast fyrir hagsmunum bændanna, svo framarlega sem frv. á að verða til þess, að notendur í bæjunum fari að framleiða svo miklu meiri kartöflur en meira að segja nú er, að þeir hætti að kaupa yfirleitt kartöflur, sem bændur framleiða? Hver er þá tilgangurinn með þessu öllu saman? Nei, ég er hræddur um, að það sé annað, sem býr á bak við. Fyrst þessir menn, sem standa á bak við, þessi klíka, sem flytur þetta frv. hér, hefur á annað borð þetta dularfulla vald að ætla að píska svona mál í gegnum þingið, þá er auðséð, að þarna býr eitthvað annað og meira á bak við, fyrst hún er að hugsa um verðmiðlunargjald þarna, þá er hún ekki þar með að hugsa um, að notendur í bæjunum eigi bara að framleiða kartöflur handa sér sjálfir og sleppa þannig við verðmiðlunargjaldið. Nei, hún er að hugsa annað, hvort sem hún kærir sig um að láta það koma í ljós nú þegar. Hún er að hugsa um að stöðva kartöfluframleiðsluna í bæjunum. Ef það á að gefa framleiðsluráði landbúnaðarins þessi einkaréttindi, sem hér er farið fram á, þá hlýtur það að vaka fyrir þeim, sem virðast hugsa um kartöfluframleiðsluna sem sérgrein landbúnaðarins, á sama hátt og t.d. mjólkin og kjötið er og hlýtur að vera, að gera kartöflurnar að slíkri sérgrein landbúnaðarins eins og mjólk og kjöt er. Nú sem stendur er kartöfluframleiðslan fyrst og fremst sérgrein bæjabúa og kaupstaða. Meiri hluti kartöfluframleiðslunnar er þar, og það er auðsjáanlega til þess að stöðva þá þróun, að þetta er flutt.

Næsta málið á eftir, ef þetta næði fram að ganga, yrði að koma í veg fyrir kartöfluframleiðsluna í bæjunum. Mörgum mundi finnast þetta undarlegt, en það eru til dæmi um þess háttar aðfarir á öðrum sviðum, þannig að við skulum engan veginn slá því frá okkur, að fyrir þeim mönnum, sem hafa svona undarlegar aðfarir eins og hér eru hafðar í frammi, gæti eitthvað slíkt vakað. Sumir vilja kannske segja, að það sé hægt að stöðva þá þróun hér í þinginu seinna meir, ef það sýni sig að vera tilgangurinn. En ég vil leyfa mér að vekja athygli hv. þm. á, að það getur orðið nokkuð erfitt að stöðva þá þróun, ef farið er inn á þá hraut, sem hér er lagt til að fara inn á. Það, sem gerist í þessum málum, gerist ekki hér í þingsölunum, það gerist utan þeirra. Það er samíð um þessi mál, eins og ræningjaflokkar eða innbrotsþjófar semja sín á milli um að skipta á milli sín þeirri bráð, sem þeir komast yfir, þeim ránsfeng, sem þeir ná. Framsfl. segir við Sjálfstfl.: Ja, ég fæ að drepa þetta ríkisfyrirtæki. Ég vil fá að drepa grænmetisverzlun ríkisins. — Hvað segir þá Sjálfstfl. á móti? Jú, þá segir Sjálfstfl. á móti: Þá vil ég fá að drepa fiskiðjuver ríkisins. — Til að byrja með segir fjmrh. f.h. Framsfl.: Ég vil nú ekki fallast á það, að fiskiðjuver ríkisins sé drepið. — Þá segir Sjálfstfl.: Þá vil ég ekki fallast á, að grænmetisverzlun ríkisins sé drepin. — Síðan þrefa þeir um þetta þó nokkurn tíma. Á endanum kemst svo á samkomulag, og menn athuga, þegar þeir sjá svona helmingaskipti, að Sjálfstfl. gerir þarna þó nokkuð góða verzlun. Fiskiðjuver ríkisins er mikið og voldugt fyrirtæki, sem Sjálfstfl. hefur lengi langað til að ná í úr höndum ríkisins, og það er vitanlegt, að fjmrh., einn aðalmaður Framsfl., hefur lengi staðið á móti því. Það er hins vegar vitanlegt, að hann er núna að láta undan um þetta. Ég veit ekki, hvort það kemur hér fyrir þingið, það er oft þægilegast að taka svona dýrmæta hluti úr höndum ríkisins án þess að láta þá yfirleitt koma hér fyrir Alþingi. Það er sama aðferðin og að nokkru leyti er höfð um áburðarverksmiðju ríkisins. Þá eru bara gefnar yfirlýsingar af ráðherrunum um, að þeir skilji vitlaust ákveðna hluti í lögum, og svo standa menn á þeirra skilningi og munu seinna meir vitna í þann skilning þeirra, sem er að vísu rangur, því til framdráttar, að menn eigi fyrirtæki, sem lögum samkvæmt er eign ríkisins. M.ö.o.: Þessir tveir flokkar eru þarna bara að skipta upp á milli sín því, sem ríkið á. Framsfl., sem skoðar framleiðsluráð landbúnaðarins sem einhvers konar sérstök samtök sín, ætlar að tryggja sér að fá þessi einkaréttindi yfir grænmetinu og kartöflunum og öðru slíku, sem fyrir er mælt í þessum lögum, og Sjálfstfl. virðist fallast á þetta gegn því, að hann fái þá í staðinn fiskiðjuver ríkisins. Svona skipta þessir menn upp á milli sín eignum ríkisins.

Þetta er nú það, sem stundum mundi vera kallað að stela úr sjálfs sín hendi, en það mundi náttúrlega ekki vera eins hægt að kalla það það, þegar lög eru þó samþykkt um það. En það sýnir hins vegar, hve slæma samvizku þeir menn hafa, þessir stjórnarflokkar, sem eru nú þarna að stela úr sjálfs sín hendi, stela úr hendi þess ríkis, sem þeim var falið að gæta, fyrirtækjum eins og grænmetisverzlun ríkisins og fiskiðjuveri ríkisins, — það sýnir, hve slæma samvizku þeir hafa í þessu, að hv. þm. Dal., frsm. meiri hl. landbn., og yfirleitt engir af þm. Frams.- og Sjálfstfl. hér í þessari hv. d. og ráðherrar þessara flokka skuli hafa treyst sér til þess að taka hér til máls til þess að reyna að verja þetta mál. Ég veit náttúrlega, að Framsfl. hefur ekki betri samvizku út af að vera í helmingaskiptum að afhenda nú Sjálfstfl. fiskiðjuver ríkisins. Ég býst við, að Framsfl. reyni að koma sér hjá því, að það mál verði yfirleitt rætt í þinginu.

Ég held þess vegna, fyrst hv. þm. Dal. er nú loks kominn á þingfund, að hann ætti að gera þingheimi nokkra grein fyrir því, hvort hann vill fallast á þá uppástungu, sem ég kom fram með hér áðan, að grænmetisverzlun landbúnaðarins, ef á að samþykkja hana eins og hér er lagt til, hafi þá með þá framleiðslu að gera, sem sveitirnar sjálfar framleiða handa sveitunum sjálfum, m.ö.o., að þeirri kartöfluframleiðslu, sem fram fer í sveitunum, geti framleiðsluráð landbúnaðarins ráðstafað handa sveitunum sjálfum, en að kaupstaðabúar hins vegar, meiri hluti kartöfluframleiðendanna á Íslandi, fái að vera frjálsir, fái að framleiða sínar kartöflur, fái að nota þær og fái að flytja inn kartöflur frjálst, ef þá vantar. Ég veit, að grænmetisverzlun ríkisins hefur flutt inn kartöflur undanfarið, þegar þær hefur vantað, en ég veit líka, að framleiðsluráð landbúnaðarins hefur amazt við því í hvert elnasta skipti, sem fluttar hafa verið inn kartöflur, og við þekkjum það á sumum öðrum sviðum, að það á heldur að láta þá, sem í bæjunum búa, skorta hlutinn en að ganga nokkurn skapaðan hlut á þau einkaréttindi, sem vissir aðilar eru að reyna að tryggja sér með lögum eins og þessum. Það á jafnvel frekar að borga með því að flytja kjöt út, þó að kjöt vanti í landinu og þó að markaður sé fyrir það í landinu, heldur en að leyfa bæjabúum að neyta þess.

Ég held þess vegna, að hv. þm. Dal. ætti að segja til um, hvort bæjabúar geti þá fengið að vera frjálsir, haft frjálsa verzlun, ekki aðeins með kartöflur sín á milli, eins og þeir hafa nú, heldur með að flytja kartöflur inn, ef þá vantar, og að þeir framleiðendur, sem vilja nú taka sig út úr, sem sé þessi minni hluti framleiðendanna, framleiðendurnir í sveitunum, geti þá fengið að sitja að sínum kartöflum, en við í bæjunum getum fengið að hafa frjálsa verzlun, hinir hafi þá einkasöluna, fyrst það eru þeir, sem heimta hana, ef það á á annað borð að leggja niður þá einkasölu ríkisins, sem hingað til hefur reynt að fullnægja hagsmunum beggja.

Fyrst menn vilja nú skilja að skiptum og einn hluti af framleiðendunum vill taka sig út úr og heimta sérréttindi, þá hugsa ég, að bezt sé, að hann hafi þau handa sjálfum sér, en bæjabúar fái þá að vera frjálsir, bæði með sína kartöfluframleiðslu og með sinn innflutning á kartöflum.

Þá kom ég í öðru lagi fram með þá fsp. hér áðan, því að það mál hefur yfirleitt ekki fengizt rætt hér, hvernig sé með 5. gr. og verðjöfnunargjaldið af matjurtum. Er þessi grein sett þarna bara „upp á punt“? Er ekkert meint með henni? Ef það er meiningin að nota hana, er þá meiningin að leggja verðjöfnunargjald á þær kartöflur, sem ganga í gegnum grænmetisverzlun landbúnaðarins? Er þannig meiningin að hækka í verði kartöflurnar, sem fólkið í bæjunum á að borða, til þess að hæta upp þær kartöflur, sem búpeningurinn borðaði? Maður þarf nú ekki að spyrja að, hvernig væri með eftirlitið á þessu öllu. saman þegar þannig væri. Það eru þó vissar skorður settar í sambandi við verðjöfnunar- og verðmiðlunargjaldið hvað snertir bæði kjötið og mjólkina, í sambandi við mjólkurbúin og sláturhúsin. Það yrði nú eitthvað undarlegt, hvernig þar yrði farið að, nema það sé tilgangurinn að skylda svo á eftir þessa grænmetisverzlun landbúnaðarins til þess að taka við öllum þeim kartöflum, sem framleiddar væru í sveitunum, hvað mikið sem það væri, og á móti þeim kartöflum, sem síðan væri ekki markaður fyrir og væru að einhverju leyti notaðar til vinnslu, ætti þá að verða að greiða verðmiðlunargjald af kartöflunum, sem fara til neytendanna, til þess að bæta slíkar kartöflur upp. Og þá er nú ekki langt eftir, að það væri farið að flytja eitthvað af slíkum kartöflum út og borga með þeim. Ég held, að það sé nú. eins rétt, þó að það sýni sig, að þessir hv. stjórnarflokkar geti pískað hér í gegnum Alþingi 200. millj. kr. álögur, eins og gert hefur verið nú nýlega, að þeir fari að láta svo lítið gagnvart þinginu að gera grein fyrir, til hvers þeir vilja leggja þessa hluti á og hvernig eigi að nota þá. Og ég hefði nú satt að segja kunnað betur við það, að þeir fulltrúar Sjálfstfl. úr bæjunum, sem hér eiga sæti í þessari hv. d., hefðu gert ofur litla grein fyrir því, hvernig þeir hugsa frá hálfu Sjálfstfl. þetta verðmiðlunargjald á matjurtum, sem hér er lagt til að setja á. Mér sýnist, að með þeirri till. sé stefnt að því að setja t.d. kartöflurnar í nákvæmlega sama flokk sem afurð eins og kjöt eða mjólk.

Við bæjabúar höfum fallizt á þetta. hvað snertir mjólk og hvað snertir kjöt, og við höfum álitið það sanngjarnt og nauðsynlegt, en það gildir bara allt annað, þegar um kartöflurnar er að ræða.

Kartöflurnar eru vara, sem er framleidd að meiri hluta til. í kaupstöðum og kauptúnum, og það þýðir ekkert fyrir hæstv. landbrh. að koma hér og segja, eins og hann sagði hér úr þessum stól, að þetta geti — ekki verið rétt. Þetta er skýrsla frá hagstofunni, og hæstv. landbrh. og hv. þm. Dal. verða þá að gera sér .ljóst, að ef þeir ætla að vefengja þessar skýrslur, þá eru þeir í senn að vefengja þeirra eigin flokksbræður, sem standa fyrir grænmetisverzlun ríkisins, og hagstofuna og hennar starfsmenn og hennar forstöðumann, þannig að ég held, að það þýði nú ekki fyrir þessa fulltrúa Framsfl. að ætla að reyna að snúa sig út úr þessu með slíkri yfirlýsingu. Hvað gera framsóknarmenn stundum, þegar þeir rekast á staðreyndir? Jú, þeir gefa út það, sem einu sinni var kallað fyrr á tímum Egilsstaðasamþykkt. Þeir lýsa- því bara yfir, að þessar staðreyndir séu allt öðruvísi. Þetta hefur nú ekki þótt ganga hér í þinginu, þó að það gæti gengið stundum á þingmálafundum forðum daga. En það er auðséð, að nú ganga hæstv. landbrh. og hv. þm. Dal. út frá því, að það sé a.m.k. alveg hægt að bjóða Sjálfstfl. svona Egilsstaða- samþykkt. Einn ráðherra Framsfl. þarf ekki annað en að lýsa því yfir, að það, sem hagstofan segi í sínum skýrslum, sé bara rangt, ef það passar ekki í kramið fyrir framleiðsluráð landbúnaðarins, og þannig steinþagnar Sjálfstæðisflokkurinn.

Það eru þvert á móti sannanir, sem liggja fyrir og enginn nema hæstv. landbrh. hefur mótmælt, og ég verð að lýsa því yfir, að það er ekki hægt að taka mikið mark á honum, þegar hann reynir ekki einu sinni að láta sína flokksmenn á eftir, þó að hann sjálfur sé forfallaður, standa fyrir sínu máli, — þið liggja sem sé ótvíræðar sannanir fyrir um það, að meiri hl. kartafinanna er framleiddur í kaupstöðum og kauptúnum, og það á að fara að setja lög um kartöflurnar eins og þetta væri samsvarandi sérgrein bænda og framleiðsla á mjólk eða kjöti. Þess vegna er hér verið að seilast út fyrir það, sem er eðlilegt.

Það er vitað mál, að þeir, sem landbúnað stunda á Íslandi, þurfa á því að halda, að það sé gott samstarf við þá, sem í bæjunum eru, og verkalýðssamtök landsins. Þau hafa sýnt, að þau vilja hvort tveggja í senn, tryggja bændum markað fyrir þeirra vörur og tryggja bændum verð fyrir þeirra vörur, sem gefa þeim vinnulaun, sem samsvara því, sem vinnandi menn í bæjunum hafa. Það var sýnt með því samkomulagi, sem gert var fyrir 13 árum með sexmannanefndarálitinu svonefnda, sem síðan hefur legið til grundvallar fyrir verðákvörðun landbúnaðarafurðanna, og ég efast ekki um, að það álit, þær reglur, sem þar voru lagðar til grundvallar, og það samstarf, sem síðan hefur átt sér stað á þessum sviðum, hefur orðið bændastéttinni íslenzku til stórkostlega mikils góðs. En ég vil benda alveg sérstaklega Framsfl. á, að með þessu frv. hérna er hann ekki að vinna að neinu slíku samstarfi. Með þessu frv. er hann að fara út af leið sanngirninnar og réttlætisins og samstarfsins við kaupstaðabúana og inn á þá leið spillingarinnar og sérréttindanna, fara inn á þá leið spillingarinnar að semja við Sjálfstfl. um, að Sjálfstfl. skuli fá að stela einhverjum af fyrirtækjum ríkisins, ef Framsfl. fái að leggja grænmetisverzlun ríkisins niður og leggja hana undir framleiðsluráð landbúnaðarins. Af hverju skyldi hver einasti þm. Sjálfstfl. þegja hér í deildinni við þessu máli, að öllum líkindum þegja við því líka að geta fengið frjálsa verzlun á kartöflum og frjálsan innflutning á þeim, nema vegna þess, að það er búið að semja um það á bak við tjöldin á milli flokkanna að knýja þetta mál í gegn? Það er sú leið spillingarinnar, sem þarna er verið að fara inn á, og helmingaskiptin í þessum hlutum yfirleitt tákna, að Framsfl. segi við Sjálfstfl.: Láttu mig fá þetta, þá mátt þú taka hitt.

Það hefur ekki skort á hér, að þm. Sjálfstfl. og Framsfl. væru til í að berjast fyrir þeim málum, sem þeir hefðu sérstakan áhuga fyrir. Það hefur ekki skort á hér, að Sjálfstfl. væri til með að standa hér upp og tala, þegar rætt hefur verið um að leggja niður skipaútgerð ríkisins, og það hefur ekki heldur skort á það, að Framsfl. væri til í að standa upp og tala til þess að verja hana. Það hefur ekki heldur skort á, að Sjálfstfl. hér í deildinni væri til í að standa. upp og tala, þegar rætt hefur verið um að leggja niður ferðaskrifstofu ríkisins, en það mál fer nú vafalaust bráðum að koma úr nefnd, og það hefur ekki heldur staðið á, að Framsfl. andmælti. En nú þagna báðir. Nú er eins og þeir hafi bundizt í þagnarbindindi. Af hverju? Ætli það sé ekki vegna þess, að málið sé eitthvað óhreint? Ef þeir hefðu hreint mél í pokanum, þá þyrðu þeir áreiðanlega að láta það koma fram hérna. En mína hefur þetta mál verið rekið þannig, að við allar umr. þessa máls, og það hafa farið þrjár vikur alls í umr., fengust aldrei upplýsingar um, hvað fyrir mönnunum vekti með þessum einstöku greinum í því.

Ég vil svo minna þm. Framsfl. á, að eins og þeir nú vilja leggja til og hafa verið að samþykkja við 2. umr. að leggja niður grænmetisverzlun ríkisins og afhenda samtökum nokkurs. hluta af framleiðendunum einkaréttindi þar, eins er viðbúið að fari um skipaútgerð ríkisins. Það er nákvæmlega það sama, sem þar gildir, og ég vil leyfa mér að spyrja Framsfl.: Er Framsfl: því þá samþykkur, að nú verði skipaútgerð ríkisins lögð niður á eftir, eða á að bíða með að leggja hana niður, þangað til sé búið að semja um eitthvað annað í sambandi við það? Höfuðreglan, sem þarna er um að ræða, er sú sama. Alveg eins og grænmetisverzlun ríkisins er stofnuð til þess að þjóna neytendum jafnt sem framleiðendum, eins er skipaútgerð ríkisins stofnuð til þess að þjóna þeim, sem þurfa á ferðunum að halda. Ef það á að fara að reka þá hluti,sem hingað til hafa verið reknir af ríkinu í landinu, með hagsmuni þeirra, sem hafa sérréttinda að gæta á þessu sviði, einna fyrir augum, þá er jafnsjálfsagt að ráðstafa skipaútgerð ríkisins í hendur þeirra skipafélaga, sem fyrir eru, eins og að ráðstafa grænmetisverzlun ríkisins yfir til þess hluta af kartöfluframleiðendum, sem býr í sveitum landsins. Og það er náttúrlega ýmislegt fleira, sem er kannske eðlilegt að verði farið að athuga í þessu sambandi, ef svona á að halda áfram. Það er ekki algert samkomulag, hef ég heyrt, á milli Sjálfstfl. og Framsfl. t.d. um mál eins og hvers konar skatt Samband íslenzkra samvinnufélaga eigi að greiða. Kannske það sé líka eitt málið, sem eigi að koma þarna inn í? Það eru margs konar fyrirtæki í þjóðfélaginu, sem menn greinir á um, hvers konar réttindi hafi. Og við megum kannske fara að búast við því, að um leið og Framsfl. ber fram frv. um að leggja niður skipaútgerð ríkisins og ráðstafa henni handa Eimskip, þá fari hann að leggja til að gefa heildsölunum í landinu sérréttindi á innflutningi á svo og svo miklu af öllum vörum til landsins, eins og hann nú leggur til, að tekinn sé úr höndum ríkisins rétturinn til að flytja inn kartöflur og fenginn í hendur eins hluta af kartöfluframleiðendunum í landinu og allir bæjabúar seldir undir þeirra einokun þar með, að svo miklu leyti sem þeir sjálfir reyna ekki að framleiða kartöflur handa sér. Sem sé, það er ekkert undarlegt, þó að okkur fari að detta hitt og þetta í hug í sambandi við svona mál og förum að spyrja um það, hvað sé eiginlega meiningin. Ég held, að það sé þess vegna tími til kominn, að þetta mál, sem fékk svona margar hendur á loft með sér hér í deildinni, eignist einhverja málsvara hérna.

Hæstv. landbrh. kom þannig fram við 2. umr. málsins og blað stjórnarinnar, Morgunblaðið, vitnaði þannig í hann, að það varð að gefa út yfirlýsingu daginn eftir til þess að hrekja það, sem ráðherrann hafði sagt, lýsa það ósannindi, og meira að segja Tíminn varð að viðurkenna, að það væru ósannindi. Einn af hans eigin flokksmönnum, einn af miðstjórnarmönnum Framsfl., varð að reka ofan í hann ósannindin, sem hann hafði haft hér í frammi, þau ósannindi, að grænmetisverzlun ríkisins hefði brugðizt skyldu sinni um að stuðla að stofnræktun kartaflna, og þetta um stofnræktun kartaflna var einu rökin, sem hæstv. landbrh. reyndi að flytja fyrir þessu máli.

Ég hef yfirleitt aldrei vitað mál fá aðra eins útreið og þetta mál hefur fengið í sambandi við 2. umr. málsins. Ég held þess vegna, að það sé nú tími til kominn, að þeir menn, sem fram að þessu hafa greitt þessu máli atkvæði, láti í ljós, hvernig stendur á því, að þeir gera það, og hvað þeir hyggjast með því og hvert þeir stefna með verðmiðlunargjaldinu og öðrum þeim ákvæðum, sem hér eru í. Ef hins vegar enginn vill verja þetta mál af þeim, sem flutt hafa það hér inn í þingið, gefi þeir þó a.m.k. þingmönnum þær frumstæðustu upplýsingar í þessu máli, sem við höfum beðið um. Það er raunverulega það minnsta, sem hægt er að fara fram á.

Hins vegar mun ég nú bera fram brtt. við 4. gr. og við 5 gr. Við 5. gr. málsins ætla ég að leggja til, að hún verði felld niður, þ.e.a.s. ákvæðin um verðmiðlunargjaldið, og við 4. gr. málsins ætla ég að bera fram brtt., annars vegar þá, að greinin verði felld niður, hins vegar sem varatill., að kaupstaðabúar fái frelsi til þess, ef þetta mál er samþykkt að öðru leyti eins og það nú er, að rækta kartöflur og flytja inn kartöflur, en þeir, sem heimta nú grænmetisverzlun landbúnaðarins setta á stofn, fái þá grænmetisverzlun landbúnaðarins fyrir landbúnaðinn, þ.e., þeir fái að framleiða sitt grænmeti og sínar kartöflur og fái að selja það í sveltum landsins, en sé ekki gefin einokun á bæjarmarkaðinum, — þeir geta keppt þar eins og aðrir, en sé ekki gefin einokun á honum. Ég vil leyfa mér að óska þess við hæstv. forseta, af því að ég var ekki búinn að forma þessar brtt., að mér gefist tóm til þess að leggja þær fram til hans og biðja hann um að leita afbrigða fyrir þeim.