26.03.1956
Efri deild: 97. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1347 í B-deild Alþingistíðinda. (1345)

125. mál, lögreglumenn

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Frv. þetta er upprunalega borið fram í Nd. af hv. þm. N-Þ. (GíslG), en tók allmiklum breytingum í allshn. þeirrar d., þar sem allir nm. voru sammála.

Frv. þetta er borið fram til þess að gera auðveldara fyrir að halda uppi reglu á stöðum, þar sem um stundarsakir vegna síldveiða, þorskveiða eða annars safnast saman fjöldi fólks, en bæjarfélögin hafa ekki mátt til þess að halda uppi lögregluþjónustu, sem samsvarar mannfjölda á þessum stuttu tímum.

Allshn. þessarar hv. d. hefur athugað frv. og fær ekki betur séð en að það sé til bóta, eins og því var breytt í hv. Nd., og leggur einróma til, að það verði samþykkt.