26.03.1956
Efri deild: 98. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1350 í B-deild Alþingistíðinda. (1363)

56. mál, sýsluvegasjóðir

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Frv. þetta um breyt. á l. um samþykktir nm sýsluvegasjóði er hingað komið frá hv. Nd. Tekjur sýsluvegasjóðanna eru bundnar við verð fasteigna. það er öllum vitanlegt, að mat fasteigna hefur engan veginn hækkað í samræmi við annað verðlag í landinu, heldur þvert á móti nálega staðið í stað, á sama tíma sem kaupgjald og allur kostnaður hefur mjög hækkað. Af þessu leiðir, að tekjur sýsluvegasjóðanna hafa engan veginn hækkað í samræmi við aukinn tilkostnað.

1953 var heimilað með bráðabirgðaákvæði að hækka gjöld til sýsluvegasjóða um 50% eitt ár í senn. Í þessu frv. er lagt til að heimila hækkun um 70%. Sýsluvegir eru mjög ófullkomnir víða og þörfin ákaflega brýn fyrir aukið fé í sýsluvegasjóðina.

Samgmn. þessarar hv. d. hefur haft frv. til meðferðar og leggur einróma til, að það verði samþ. óbreytt. Þess er þó að geta, að einn nm., Guðmundur Í. Guðmundsson, var fjarstaddur, þegar málíð var afgr. í nefndinni.