26.03.1956
Neðri deild: 95. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1355 í B-deild Alþingistíðinda. (1388)

197. mál, gjafabréf fyrir Þykkvabæ

Frsm. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Landbn. flytur þetta frv. eftir beiðni hæstv. landbrh. Eins og frv. her með sér, er með því til þess ætlazt, að ábúandinn á hálfri jörðinni Þykkvabæ í Landbroti njóti sömu réttinda og aðrir bændur í þessu landi, þegar um ræktun og byggingar á jörðinni Þykkvabæ er að ræða, en elns og gjafabréfið hljóðar nú, hefur hann ekki heimild til slíkra hluta. Í gjafabréfinu stendur, að því megi ekki breyta né út af bera, nema því aðeins að samþykki Alþingis komi til. Þess vegna er nú leitað samþykkis Alþ. fyrir því, að ábúandinn megi veðsetja jörðina fyrir lánum teknum í Búnaðarbanka Íslands, og felur frv. það í sér, að þessi jörð, sem er gjafajörð, njóti að því leyti sömu réttinda og ættaróðul í þessu landi, en um þau gilda sérstök lagaákvæði.

Verði þessi háttur ekki upp tekinn, mun veitast erfitt að halda þessari jörð í byggð, ef ekki fást nægjanlegar heimildir til þess að mega veðsetja landið fyrir þeim lánum, sem notuð eru til ræktunar og upphyggingar á jörðinni. Þess vegna vænti ég þess, að hv. Alþ. samþ. þetta frv., sem fyrir liggur.