20.01.1956
Neðri deild: 47. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í C-deild Alþingistíðinda. (1511)

102. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Frsm. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Með frv. þessu er lagt til, að aldurshámark opinberra starfsmanna verði hækkað um fimm ár eða í 75 ár í stað 70, sem nú er.

Nefndin hefur ekki séð sér fært að mæla með þessu frv., og er hún þeirrar skoðunar, að ekki muni vera heppilegt að breyta þessu aldurshámarki frá því, sem nú er.

Nefndin bar þetta mál undir stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og samkv. umsögn bandalagsstjórnarinnar telur hún ekki fært að mæla með þeirri breyt., sem hér er um að ræða, a.m.k. ekki nema að undangenginni ýtarlegri rannsókn á málinu. Nefndin hefur lagt til í áliti sínu, að málið verði afgreitt út úr d. með rökstuddri dagskrá, eins og fram kemur í nál.