06.01.1956
Neðri deild: 39. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í C-deild Alþingistíðinda. (1681)

85. mál, mannanöfn

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Af því að hv. þm. sagði. að ég hefði viljandi snúið út úr ummælum sínum, þá er það nú í fyrsta lagi naumast á hans færi að segja, hvað ég viljandi geri. Ég hefði getað misskilið hann. Um það, hvort ég hafi misskilið hann eða ekki, er bezt að athuga hans mál, þegar það liggur fyrir, og ef þá sannast, að ég hafi að einhverju farið rangt með, þá skal ég verða fyrsti maður til að viðurkenna það. En þá skora ég líka á hann að breyta ekki áður en borið er saman.