27.03.1956
Neðri deild: 98. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í C-deild Alþingistíðinda. (1766)

191. mál, jafnvægi í byggð landsins

Forseti (SB):

Ég vil benda hv. þdm. á það, að fundartími er mjög takmarkaður, en eins og hv. þd. er kunnugt, lagði hæstv. forsrh. áherzlu á það, þegar hann lagði þetta mál fyrir, að því yrði lokið á þessu þingi. Ég hef þess vegna tekið málið á dagskrá í kvöld, enda þótt hv. fjhn. hafi ekki, a.m.k. ekki allri, gefizt tími til þess að afgreiða málið. Ég óttast það, að tóm gefist naumast til þess á morgun að ljúka afgreiðslu málsins, ef ekki verður hægt að ljúka 2. umr. í kvöld.