28.03.1956
Neðri deild: 99. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 401 í C-deild Alþingistíðinda. (1784)

191. mál, jafnvægi í byggð landsins

Brtt. 604,þ-bb felld með 13:11 atkv.

8.–10. gr. (verða 19.–21. gr.) samþ. með 22 shlj. atkv.

Brtt. 666 samþ. með 19:8 atkv.

11. gr. (verður 22. gr.), svo breytt, samþ. með 19 shlj. atkv.

12.–15. gr. (verða 23.–26. gr.) samþ. með 22 shlj. atkv.

Fyrirsögn frv. og kaflafyrirsagnir samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr. með 29:1 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: MJ, ÓTh, PÞ, PO, SÁ, SG, SkG, StgrSt, ÁB, BergS, EggÞ, EOI, EirÞ, EmJ, EystJ, GilsG, GíslG, GJóh, GÞG, HÁ, HV, HelgJ, IngJ, JóhH, JörB, KGuðj, KJJ, LJós, SB.

nei: BÓ.

5 þm. (EI, GTh, JPálm, JS, JR) fjarstaddir. 3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkv.:

Forsrh. (Ólafur Thors): Herra forseti. Það er sýnilegt. að hér hefur verið af ráðnum hug stöðvaður framgangur þessa máls með því að blanda inn í það gersamlega óskyldum málum, sem auðvitað hljóta að leiða til átaka um málið í hv. Ed. og þar með útiloka allar vonir um, að það nái samþykki. Ég vil samt sem áður, þrátt fyrir þessar brtt., gjalda frv. jákvæði, enda þótt ég sé ósamþykkur sumu því, sem hefur verið fellt inn í það, og þá aðeins til að sýna þann einlæga stuðning. sem við sjálfstæðismenn veitum þessu frv., og við mundum hafa gert tilraunir til þess að fella niður þau óskyldu mál, sem hafa nú verið felld inn í frv., ef til þess hefði gefizt tækifæri á venjulegan þinglegan hátt í hv. Ed. Ég segi þess vegna með þessum rökstuðningi já.