26.03.1956
Neðri deild: 96. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 556 í C-deild Alþingistíðinda. (1919)

83. mál, félagsheimili

Frsm. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Þetta frv. um félagsheimill hefur legið fyrir tveim síðustu þingum og ekki fengið afgreiðslu, en í því er aðeins sú breyting frá gildandi lögum, að inn í upptalningu í 1. gr. hefur verið tekið orðið „verkalýðsfélög“. Frv. hefur legið hjá heilbr.- og félmn. síðan í þingbyrjun nálega, en nú fyrir nokkrum dögum fékkst samkomulag um afgreiðslu málsins með þeirri breytingu einni, að inn í upptalningu 1. gr. bættist orðið „búnaðarfélög“, og mætti þá vænta þess, að málið færi hraðbyri í gegnum þingið og fengi sína afgreiðslu. Málið er smávægilegt, en það væri nokkur ánægja fyrir verkalýðsfélögin að vera metin þess að mega þó nefnast með öðrum menningarfélögum.