07.03.1956
Sameinað þing: 44. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í D-deild Alþingistíðinda. (2163)

23. mál, nýbýli og bústofnslán

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Sem 1. flm. þessarar till. leyfi ég mér að þakka hv. fjvn. fyrir afgreiðslu hennar á málinu.

Út af brtt. fjvn. er það að segja, að ég hef að vísu ekki rætt hana við meðflm. mína að þessari till., en ég fyrir mitt leyti get mjög vel á hana fallizt, og ég hugsa, að eins sé með þá. Aðalatriðið er, að hafizt verði handa um að undirbúa það mál, sem till. fjallar um, en ekki hitt endilega, hverjir til þess eru skipaðir eða settir, ef þeir eru hæfir á annað borð, og er ekki hægt að hafa á móti því, að einmitt nýbýlastjórnin skipi menn í þá nefnd, sem ráðgerð er.