16.12.1955
Efri deild: 32. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í B-deild Alþingistíðinda. (220)

126. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Fyrir liggur, að fjárlögin verða ekki afgreidd fyrir áramót. Þess vegna er óhjákvæmilegt að setja lög um heimild fyrir ríkisstj. til þess að inna af höndum nauðsynlegustu greiðslur, þó að fjárlög hafi ekki verið sett. Frv. þetta fjallar um að veita slíka heimild, og leyfi ég mér að óska eftir því, að það verði nú afgreitt frá hv. d. Þessu frv. var ekki vísað til n. í Nd., enda efni þess svo ljóst, að athugun n. ætti ekki að vera nauðsynleg. Geri ég því ekki till. um að vísa því til n., en bið hæstv. forseta og hv. dm. að greiða fyrir málinu.