27.03.1956
Sameinað þing: 51. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í D-deild Alþingistíðinda. (2435)

195. mál, biskupsstóll í Skálholti

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það eru nokkur ár síðan þingmenn Árnesinga börðust jafnhatrammlega fyrir því að reyna að koma á bændaskóla í Skálholti og þeir gera núna til að reyna að koma þar upp biskupsstóli. Sá áhugi þeirra dofnaði, og hefur ekki heyrzt nefndur nokkur ár. Ég býst við, að það fari eins með þetta. Ég tel ekki þörf á að hafa marga biskupa í landinu og segi nei.