31.01.1956
Sameinað þing: 35. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í D-deild Alþingistíðinda. (2481)

147. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Hermann Jónasson:

Herra forseti. Ég óska eftir að flytja örstutta grg., um leið og ég greiði atkv., og sú grg. er jafnframt grg. fyrir afstöðu okkar framsóknarmanna til þessa máls, vantraustsins, sem liggur fyrir.

Framsfl. hefur þegar gert samkomulag um afgreiðslu þeirra mála, sem nú liggja fyrir Alþ. varðandi bráðabirgðastuðning við framleiðsluna. Núverandi ríkisstj. beitir sér fyrir þessum bráðabirgðastuðningi samkvæmt samningi, sem ríkisstj. hefur þegar gert við samtök framleiðenda.

Framsfl. mun því ekki efna til stjórnarslita á þessu stigi. Á hinn bóginn skapast ný viðfangsefni að lokinni afgreiðslu þessara umsömdu mála. Þess vegna hefur undanfarið verið unnið að undirbúningi flokksþings framsóknarmanna, er taki ákvarðanir um afstöðu flokksins til hinna nýju viðhorfa.

Með tilvísun til þessarar greinargerðar segi ég nei.

Þingsályktunartillögur, vísað til ríkisstjórnarinnar.