09.11.1955
Sameinað þing: 11. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 415 í D-deild Alþingistíðinda. (2740)

205. mál, diplómatavegabréf

Utanrrh. (Kristinn Guðmundsson):

Herra forseti. Ég vil endurtaka það aftur, að ég álít, að fyrirspurn þessi sé byggð á misskilningi. Mér var kunnugt um, að þegar fyrirspurnin kom fyrst fram, var hv. fyrirspyrjanda ekki kunnugt um reglugerðina, en reglugerð sú, sem hann vitnaði í, er gengin úr gildi. Það er reglugerð frá 1945, sem er í gildi, og ég vildi helzt, úr því að hér hafa komið fram ákveðnar dylgjur í þessu máli, að mér væri tilkynnt um þau tilfelli, þar sem hann álítur að hafi verið farið út fyrir reglurnar. Ég verð að gefnu tilefni að lýsa því yfir hér, að hv. fyrirspyrjandi hefur minnzt á tilfelli við mig, sem eru byggð á algerri missögn.