30.11.1955
Sameinað þing: 18. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 424 í D-deild Alþingistíðinda. (2757)

101. mál, endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Vegna þess að Framsfl. hefur verið nefndur í þessum umræðum og hv. 8. þm. Reykv. beindi sérstakri spurningu til framsóknarmanna um það, hver væri afstaða þeirra í stjórnarskrármálinu, vil ég taka það fram, að afstaða Framsfl. er sú, að rétt sé að fela sérstöku stjórnlagaþingi að leysa stjórnarskrármálið. Þurfti hv. þm. þó ekki að spyrja, vegna þess að þetta var upplýst í því, sem hér var sagt áðan. Á hinn bóginn hefði hann haft ástæðu til að spyrja, hverjar væru till. þeirra flokka, sem ekki hafa lagt neitt fram í stjórnarskrárnefndinni, en það gerði hann ekki, hvernig sem á því stendur.