11.01.1956
Sameinað þing: 28. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 430 í D-deild Alþingistíðinda. (2770)

113. mál, samningar um landhelgina

Viðskmrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Svör hæstv. forsrh. voru fullnægjandi og skýr við þeim fyrirspurnum, sem hér voru fram bornar. Ég vil aðeins til áréttingar, vegna þess að hv. síðasti ræðumaður virtist ekki skilja það, hvers vegna forsrh. fór hér í burt áðan, skýra frá því, að ástæðan er sú, að hann er við jarðarför að fylgja vini sínum, og hefur það hingað til verið talið lögleg forföll. Ég tel ekki ástæðu til að bæta við þau svör, sem hæstv. forsrh. viðhafði hér áðan. Þau voru skýr, þau voru ákveðin, þau voru fullnægjandi við þeim fyrirspurnum, sem hér liggja fyrir, fyrir þá hv. alþm., sem vildu hlusta á það, og skilja, hvað í svörunum fólst.