15.02.1956
Sameinað þing: 39. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í D-deild Alþingistíðinda. (2789)

138. mál, framkvæmd launalaga

Fjmrh. (Eysteinn Jósson):

Það er aðeins út af því, að hv. þm. sagðist þekkja starfsmann í þjónustu ríkisins, sem hefði fengið samning við ríkið um bílaútgerð í þágu embættisins. Embættisheiti þessa manns hefði verið á þeim lista, sem ég las hér áðan. Hann væri kunnugur því, að embættismaðurinn notaði bifreið sína, sem hann gerði út með ríkisstyrknum, í einkaþágu, en þegar hann þyrfti á bíl að halda í þágu starfsins, þá keypti hann bifreið á stöð, og það lá í þessu orðalagi, að þá borgaði ríkið. Annars gat ekki verið meining í því, sem hv. þm. sagði.

Nú vil ég skora á hv. þm. að segja okkur hér, hver þessi embættismaður er. Hann hefur flutt hér aðdróttun um misnotkun, sem satt að segja er þungt undir að liggja fyrir alla þá starfsmenn, sem nefndir eru á þeim lista, sem hér var greindur, og vil ég því ætlast til þess, að hann greini frá því, hver hér á hlut að máli.