07.12.1955
Sameinað þing: 20. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1379 í B-deild Alþingistíðinda. (2867)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Forseti (JörB):

Ég vil beina því til hv. þingmanna að ræða ekki mikið þetta mál að þessu sinni, þar sem enginn ráðherra er nú viðstaddur og þetta tekur mjög til þeirra. Ég skal af minni hálfu greiða fyrir því, að unnt verði að ræða þetta mál í þinginu og hæstv. stj. verði þar til þess að gefa upplýsingar og taka þátt í umræðum um málið. En á ræðum án þess að vita nokkuð með vissu um, hvað málinu líður, græðist lítið. (EOl: Þarna kemur einn ráðherrann.) Já, þessi mál heyra nú ekki að vísu undir hann, en vel má vera, að hæstv. stj. öll viti meiri eða minni deili á því.