10.02.1956
Neðri deild: 66. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1402 í B-deild Alþingistíðinda. (2895)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Bergur Sigurbjörnsson:

Herra forseti. Ég vil mjög eindregið taka undir þessi ummæli hv. 2. þm. Reykv. um að fá mál úr nefndum. Við þm. Þjóðvfl. eigum fjölmörg mál í nefndum, ýmsum nefndum þingsins, og höfum átt allt frá fyrstu dögum þings í haust. Ég vil sérstaklega minna á frv. um olíuverzlun ríkisins, sem var flutt í þingbyrjun og vísað þá þegar til hv..fjhn. og hefur ekki komið enn þá. Enn fremur liggur mál hjá hv. landbn. um að styrkja ræktun skjólbelta o.s.frv. Ég sé ekki ástæðu til þess að telja upp öll þessi mál, en ég vil mælast til þess við forseta, að hann ýti á eftír þeim n., sem hér eiga hlut að máli, eða að öðrum kosti að hann taki málin frá nefndunum og taki þau hér til 2. umr., ef nefndir eru ófáanlegar til að skila um þau áliti.