28.03.1956
Efri deild: 104. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1403 í B-deild Alþingistíðinda. (2900)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Forseti (GíslJ):

Út af fsp. hv. form. heilbr.- og félmn. er það eina, sem ég get upplýst, að það munu verða fundir hér til kl. 12, það er síðan fundur í hv. Sþ. kl. 11/2, og eftir þann fund verður síðasti fundur haldinn hér í þessari deild. Ef hins vegar liggja fyrir mál, sem enginn ágreiningur er um á þeim siðasta fundi, mundi ég að sjálfsögðu sem forseti taka tvo fundi til þess að ljúka þeim málum. Sé hins vegar ágreiningur um málin, þá treysti ég mér ekki til þess að láta þau ganga fram á þeim fundi vegna þess, hve tíminn er skammur, því að hugsað mun vera að hafa fund aftur í hv. Sþ. kl. 51/4.