28.03.1956
Efri deild: 107. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1404 í B-deild Alþingistíðinda. (2902)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég get ekki látið hjá líða út af ummælum hæstv. forseta að segja, að ég harma það, að hann hefur tekið upp viðvíkjandi afgreiðslu máls þann sið, sem hann beitir nú um 83. málið. Ég óskaði þess, að málið væri tekið á dagskrá í gær, þannig að það gæti farið til n. þá og mætti ljúkast, því að ég vil undirstrika það, sem ég hef áður bent á, að það liggur fyrir, að meiri hl. hefur samþ. þetta frv. óbreytt eins og það er hingað komið, og telja má fullvíst, að þingvilji sé fyrir því, að málið fái afgreiðslu hér í deildinni. Ég harma því, að hæstv. forseti beitir forsetavaldi sínu til að kæfa þetta mál.