13.02.1956
Neðri deild: 67. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1408 í B-deild Alþingistíðinda. (2913)

Minning Jakobs Möllers

forseti (HÁ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 10. febr. 1956. Sökum þess að ég geri ráð fyrir að verða fjarverandi um þriggja vikna tíma, óska ég, að fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verði kvaddur til að taka sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Björn Ólafsson.

Til forseta neðri deildar.“

Fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er frú Kristín Sigurðardóttir, og býð ég hana velkomna til starfa hér.