20.02.1956
Efri deild: 72. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í B-deild Alþingistíðinda. (592)

134. mál, skatt- og útsvarsgreiðslur útlendinga

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég hef því miður ekki haft tíma til að setja mig inn í málið enn þá, en ég vil benda hv. n., sem fær málið til meðferðar, á það, að við höfum svokallaða gagnkvæma samninga viðvíkjandi tvísköttun við Norðurlöndin flest, og ég er ekki viss um, að það hafi verið tekið það tillit til þeirra samninga, sem þarf að gera í þessum lögum. Ég segi: ég er ekki viss um það, því að ég hef ekki grandskoðað þau þannig, en við ákaflega fljótlegan yfirlestur, — ég var svona hálfnaður að lesa það núna, síðan ég kom í deildina, — þá sýnist mér, að það muni ekki hafa verið og þurfi þess vegna að athuga þá tvísköttunarsamninga, sem við höfum, vel í þessu sambandi.