30.01.1956
Efri deild: 55. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 781 í B-deild Alþingistíðinda. (663)

109. mál, fólksflutningar með bifreiðum

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Ég vil taka það fram, að ég hef ekkert að athuga við till. hv. 6. landsk. En út af ummælum hæstv. ráðh. um aðra brtt. mína vil ég segja þetta: Nefndin ræddi þetta mál nokkuð við formann sérleyfisnefndar, og hann óskaði þess, að þessi till. væri ekki sett í lögin, heldur í reglugerð. Mér skildist á honum, að það mundi vera samkomulag um, að þetta kæmi í reglugerð. Ég hefði þar af leiðandi óskað þess, að hæstv. ráðh. hefði gefið dálítið fyllri yfirlýsingu um þetta, þá mundi ég vera reiðubúinn að taka till. aftur. Ég mundi þá einnig taka fyrri till. aftur, af því að ég vil ekki, eins og ég gat um við 2. umr., stofna þessu máli í hættu, því að ég tel það til bóta yfirleitt. Og til þess að það yrði enginn ágreiningur um málið, mundi ég gjarnan æskja þess, að hæstv. ráðh. gæti treyst sér til að gefa einhver vilyrði, sams konar og formaður sérleyfisnefndarinnar, að hann vildi taka svona ákvæði inn í reglugerð.