16.02.1956
Neðri deild: 71. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

127. mál, félagslegt öryggi

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Nefndin hefur athugað frv. og rætt það við ráðuneytisstjóra í félmrn., Hjálmar Vilhjálmsson. Það mun að vísu þannig, að flest atriði þessa samnings hefði verið heimilt að samþykkja án sérstakrar lagaheimildar, en réttara þykir þó að samþykkja frv. til þess að taka af öll tvímæli í þessu efni og allan vafa. Nefndin hefur því orðið sammála um að leggja til, að það verði samþykkt.