05.03.1956
Neðri deild: 81. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 883 í B-deild Alþingistíðinda. (844)

160. mál, almenningsbókasöfn

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt vegna þess, að á daginn kom, að ekki var heppilegt að hafa Kjósarsýslu og Kópavogskaupstað um eitt og sama almenningsbókasafn. Betur fer á því, að Kjósarsýsla hafi sitt eigið safn, og er ráðgerður staður fyrir það. Í sambandi við þessa breytingu kom svo í ljós, að betur mundi fara á því að láta einn hrepp úr Gullbringusýslu heyra undir safnið í Keflavík, en ekki í Hafnarfirði. Um þetta mál var algert samkomulag í Ed., og ég hygg, að þau sýslufélög, sem hér eiga hlut að, séu ásátt um breytinguna. Ég vona því, að frv. nái ágreiningslaust fram að ganga, legg til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. menntmn.