27.03.1956
Efri deild: 102. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í B-deild Alþingistíðinda. (871)

6. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Frsm. (Andrés Eyjólfsson):

Herra forseti. Frv. það um ríkisútgáfu námsbóka, sem hér er til umr., er stjfrv. og var lagt fram í hv. Nd. á fyrstu dögum þingsins. Það kom þó fyrst til Ed. í gær og var þá, að 1. umr. lokinni, vísað til menntmn. Lítill tími hefur því verið til stefnu að athuga það hér og enginn tími unnizt til þess að ná kunnáttumönnum á þessu sviði til viðtals.

Málið tók lítils háttar breytingum í Nd. Aðalefni frv. er það, að börnum á skyldunámsaldri skuli séð fyrir ókeypis námsbókum. Þriðja hluta kostnaðar þess, er af því leiðir, skal ríkissjóður greiða, en 2/3 skulu aðstandendur barnanna greiða.

N. komst að þeirri niðurstöðu, að rétt væri, að frv. næði fram að ganga, og mælir með, að það verði samþ. óbreytt.