28.03.1956
Efri deild: 104. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 915 í B-deild Alþingistíðinda. (914)

3. mál, íþróttalög

Frsm. (Ingólfur Flygenring):

Herra forseti. Frv. til íþróttalaga, 3. máli, var vísað til hv. menntmn. þessarar deildar, og eins og nál. ber með sér, er lagt til, að samþ. verði frv. með eftirfarandi breytingu:

„Skólanemendum yngri en 15 ára er óheimilt að stunda íþróttaæfingar í félögum utan skólanna þann tíma árs, er skólar starfa, nema með leyfi skólastjóra.“

Undir þetta nál. skrifa hv. 1. þm. Eyf. og hv. þm. Mýr. auk mín. Fleiri voru ekki á fundinum. Lítill tími var til athugunar á frv. og það afgreitt í flaustri, a.m.k. frá minni hálfu. Síðan hef ég fengið þær upplýsingar, að mér finnst alveg fráleitt að samþ. ofangreinda brtt. Legg ég því til fyrir mitt leyti, að frv. verði samþ. óbreytt.