23.02.1956
Neðri deild: 75. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 980 í B-deild Alþingistíðinda. (966)

89. mál, almannatryggingar

Karl Guðjónsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að benda á það, að þátt till. þeirra hv. 1. þm. Árn. og þm. Borgf. á þskj. 355 sé um ýmsa hluti mjög svipuð þeirri till., sem við fimm þm. höfum gert og er 3. till. á þskj. 346, þá er þar á sá eðlismunur, að í till. þeirri, sem við höfum gert, 3. tili. á þskj. 346, er gert ráð fyrir, að sveitarfélögin verði algerlega tekin út úr sem aðili í barnalífeyrisgreiðslum. Að því leyti gengur sú till. lengra, og þess vegna óskaði ég ettir því, að forseti bæri hana fyrst upp. Það atriði hefur aldrei komið undir atkv., þó að önnur ákvæði, sem í till. felast, séu raunar samþykkt með þeirri samþykkt, sem gerð hefur verið á tili. 355, og ég lít svo á, að það sé rétt að bera upp 3. till. á þskj. 346 vegna þessa atriðis. Ég get sem sagt ekki sem tillögumaður fallizt á það, að þessu atriði, sem varðar sveitarfélögin sérstaklega, verði þannig sleppt út úr þessari hv. deild, að það fái ekki að koma til atkvæða.