14.12.1955
Neðri deild: 33. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (998)

122. mál, almannatryggingar

Forseti (SB):

Ég vil nú biðja hv. þm. að halda kyrru fyrir í þingsalnum, meðan atkvgr. fara fram um þessi mál. Það er rétt, sem hv. 2. þm. Reykv. segir. Það er hart, þegar verið er að halda fundi um mál hæstv. ríkisstj., að hæstv. ráðherrar haldist ekki einu sinni við í sætum sínum, sitji jafnvel á fundum í hliðarherbergjum. Ég sé mér ekki fært annað en að kvarta undan því, að bæði hæstv. ráðherrar og hv. þm. ríkisstj. skuli ekki sýna meiri áhuga fyrir framgangi sinna eigin mála en svo, að forseti sé í vandræðum með að ljúka atkvgr.