30.04.1957
Efri deild: 91. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í B-deild Alþingistíðinda. (1184)

206. mál, skattfrádráttur

Fjmrh. (Eysteinn Jónason):

Ríkisstj. hefur haft þetta mál til athugunar á milli umr. og hefur orðið ásátt um að beita sér fyrir þeirri breytingu á málinu, sem greinir á þskj. 449, en þar er að finna brtt., sem ég flyt f. h. stjórnarinnar, svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„Auk þeirra, sem taldir eru í h-lið 10. gr. l. nr. 46 frá 1954, skulu allir aðrir skipverjar á togurum njóta frádráttar samkv. þessari grein.“

Efni till. er sem sé, að allir skipverjar á togurum, einnig yfirmenn, þar með taldir skipstjórar að sjálfsögðu, njóti þess viðbótarfrádráttar vegna fatakostnaðar, sem í þessari lagagrein felst og áður átti ekki að ná til allrar skipshafnarinnar.

Þykir að athuguðu máli réttast að leggja til, að þetta nái til allra. Vil ég leyfa mér að vænta þess, að hv. dm. fallist á þessa breytingu og síðan að fylgja frv. þannig breyttu.