21.02.1957
Neðri deild: 58. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1188 í B-deild Alþingistíðinda. (1198)

109. mál, kosningar til Alþingis

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Þetta mál, sem hér liggur fyrir, hefur ekki verið rætt beinlínis hér í þessari hv. d., en mál, sem því er svo skylt, að ekki getur öllu skyldara verið, hefur verið rætt hér mjög ýtarlega, eins og hv. þdm. muna. Ég sé þess vegna ekki ástæðu til þess að endurtaka þau rök,sem færð hafa verið fram fyrir því, að þetta sé eðlileg lagabreyting, og læt mér nægja að vísa til þeirra umræðna, sem hér hafa farið fram, enda yrði ný grg. fyrir þessu frv., ýtarlegri en liggur fyrir með frv., endurtekning á þeim umræðum, sem hér hafa farið fram. Ég vil þess vegna, ef ekki gefst tilefni til annars, nema hér staðar og óska eftir því, að málinu verði vísað til 2. umr. og allshn.