04.04.1957
Neðri deild: 80. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1196 í B-deild Alþingistíðinda. (1207)

109. mál, kosningar til Alþingis

Björn Ólafsson:

Herra forseti. Hv. 1. þm. Reykv. og ég, sem sæti eigum í allshn., gátum ekki átt samleið með meiri hl. nefndarinnar. Þegar málið var hér til 1. umr. í deildinni, krafðist hv. 5. þm. Reykv. þess, að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum, að málið feli í sér breytingu og viðauka á stjórnarskránni. Forseti svaraði því þá á þann veg, að úrskurður mundi kveðinn upp í meðferð málsins. Þessi úrskurður hefur ekki verið kveðinn upp fyrr en nú, á fundi í dag. Af þeim ástæðum höfum við ekki skilað nál. Nú, þegar úrskurðurinn hefur verið kveðinn upp, vil ég fara þess á leit við hæstv. forseta, að þessari umr. verði frestað, svo að við fáum tækifæri til þess að skila áliti í málinu.