29.04.1957
Efri deild: 90. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1197 í B-deild Alþingistíðinda. (1216)

109. mál, kosningar til Alþingis

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir um breyt. á lögum um kosningar til Alþingis, er í sjálfu sér mikið rætt nú þegar. Þó að það hafi ekki verið rætt í þessari hv. deild, þá hefur í sameinuðu Alþingi verið rætt mjög um efni þess og það svo ýtarlega, að ég tel alveg óþarft að bæta við það hér, því að það yrði endurtekning á því, sem er búið að segja og segja meira að segja oft í umræðum um mál, sem er þessu hliðstætt. Ég læt því nægja, nema tilefni gefist til umr., að vísa til athugasemdanna við frumvarpið, þar sem dregin eru fram helztu rök fyrirmálinu, og óska eftir, aðmálinu verði vísað til 2. umr. og allshn.