10.04.1957
Neðri deild: 84. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1199 í B-deild Alþingistíðinda. (1233)

58. mál, iðnfræðsla

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Þetta frv. var lagt fyrir hv. Ed. samtímis frv. um breytingu á lögum nm orlof, en þar var lagt til, að orlofstími verði almennt lengdur úr 12 dögum í 18 daga.

Það þótti sjálfsagt jafnhliða að gera ráðstafanir til þess, að orlofstími iðnnema lengdist jafnmikið, eða úr 12 dögum í 18 daga, en þetta frv. fjallar um það, að sumarleyfi iðnnema skuli vera 18 virkir dagar. Frv. um breyt. á orlofslögunum hefur þegar hlotið afgreiðslu Alþingis, var samþykkt sem lög 4. febr. Vil ég því leyfa mér að óska þess við þessa hv. deild, að hún afgreiði þetta mál sem skjótast, þannig að þetta frv. geti einnig orðið lög á þessu þingi. Ég vil leyfa mér að óska þess, að frv. verði vísað til 2. umr. og til hv. iðnn.