09.05.1957
Neðri deild: 94. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1203 í B-deild Alþingistíðinda. (1239)

58. mál, iðnfræðsla

Frsm. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Mér þykja nú þessar aðfinnslur hv. 1. þm. Reykv. meira gerðar af vilja en mætti. Hann viðurkennir, að sólarhrings fyrirvari til fundarboðunar sé ekki óeðlilega stuttur og að málið, sem hér er um að ræða, hafi ekki legið óeðlilega lengi hjá nefndinni. Þá eru þær hliðar málsins útkljáðar. Hann var ekki hér á fundi þann dag, sem fundurinn var boðaður. Annars mundi ég að sjálfsögðu hafa talað við hann, elns og ég talaði við samflokksmann hans, áður en ég boðaði fundinn, sólarhring áður en fundurinn var haldinn. Hefði þess vegna mátt ætla, að ef áhugi hefði verið fyrir hendi fyrir afgreiðslu þessa eina máls, sem hjá n. hefur legið, þá hefði sá sólarhrings frestur, sem samflokksmaður hans hafði til undirbúnings fundinum, verið nægjanlegur til þess, að málið hefði fengið afgreiðslu, ef óskað hefði verið eftir því af þeirra hálfu.

Ég gaf kost á því á þessum nefndarfundi, sem haldinn var, að ef menn vildu afgreiða málið formlega, þá væri það opið, en þess var ekki óskað, þannig að allur eftirrekstur á eftir m,álinu styðst þá ekki við meira en það, að þegar til kemur, að á að afgreiða málið á formlegan hátt, eru menn ekki við því búnir að gera það, þó að menn hefðu haft sólarhring til þess að undirbúa sig til afgreiðslunnar, ef hennar hefði verið óskað.

Hv. þm. sagði líka og viðurkenndi, sem mun vera kjarni þessa máls alls, að allir þessir eftirgangsmunir um fund í iðnn. muni stafa af því, að hann hefur haldið, að hjá n. væri mál, sem alls ekki hefur verið til hennar vísað.