09.05.1957
Neðri deild: 94. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1208 í B-deild Alþingistíðinda. (1257)

150. mál, samþykkt á ríkisreikningum

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur skilað álíti um málið á þskj. 490. Frv. hefur verið athugað, eins og það er komið frá hv. Ed., á þskj. 466, og virðast þær upphæðir, sem þar eru færðar, vera í samræmi við tölur á ríkisreikningi.

Eins og venja er, hafa yfirskoðunarmenn gert nokkrar aths. við ríkisreikninginn, sem síðan hefur verið svarað, og þeir svo gert sínar aths. og tillögur út af svörunum. Vænti ég þess, að hv. þm. hafi kynnt sér þetta, eða a.m.k. hafa þeir átt þess kost, og sé ég ekki ástæðu til að ræða athugasemdirnar eða þær till., sem út af þeim hafa verið gerðar.

Það er till. fjhn., að frv. verði samþ., eins og það liggur fyrir á þskj. 466.