11.10.1956
Sameinað þing: 1. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í B-deild Alþingistíðinda. (13)

Rannsókn kjörbréfa

Aldursforseti (JJós):

Út af ummælum hv. 1. þm. Eyf. um það, að ég hefði ekki réttilega nefnt hann frsm. meiri hluta, skal það játað, þegar það er upplýst nú, að ég hef þar tekið fulldjúpt í árinni. En þess er að gæta, að fyrir forseta liggur í þessu máli aldrei neitt skriflegt, og mér var ekki kunnugt um, hvort deildin hefði verið hnífjöfn eða skipt í meiri og minni hluta, sem þó er algengast að sé. — Að öðru leyti vildi ég, að því er snertir tilhögun á þessum umræðum, geta þess, að ég hef það fyrir satt, að það sé tvennt til í því, annaðhvort að ljúka fyrst hverri kjördeild út af fyrir sig eða ljúka umræðum í öllum kjördeildunum og ganga svo til atkvæða á eftir, og ég hallaðist satt að segja að því síðara, af því að ég hélt, að það væri tímasparnaður og yrði til hagræðis.