13.05.1957
Efri deild: 98. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1280 í B-deild Alþingistíðinda. (1329)

128. mál, tollskrá o. fl.

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Iðnmrn. hefur borizt erindi frá iðjufyrirtæki á Akureyri varðandi þetta mál. Mér hefur ekki, síðan erindið barst, unnizt tími til þess að ræða málið við fjmrn., sem ég þó hafði í hyggju að gera í morgun. Ég vil því biðja hæstv. forseta að fresta afgreiðslu málsins til morguns, og mun ég nota tímann þangað til til þess að kanna þetta erindi og vita, hvort það gefur tilefni til brtt. við frv. af minni hálfu.