17.05.1957
Efri deild: 101. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1334 í B-deild Alþingistíðinda. (1386)

160. mál, húsnæðismálastofnun

Forseti (BSt):

Eins og hv. 11. landsk. þm. (FÞ) veit, þá er nú mjög liðið á vorið, og ég hygg, að flestir eða allir þm. hafi áhuga á því, að þinginu sé lokið sem allra fyrst, úr því sem komið er. Þetta mál, sem hér liggur fyrir, er í fyrri d. og á eftir þar af leiðandi mikla meðferð enn í þinginu. Ég get því ekki orðið við tilmælum hv. þm. um að fresta málinu til mánudags. Hitt skal ég gera, að fresta því til morguns og halda þá fund, og þá að sjálfsögðu get ég ekki heldur veitt honum fjarvistarleyfi frá þeim fundi, þar sem hann er frsm. minni hl. nefndarinnar.

Umr. er þá frestað og málið tekið af dagskrá, en verður tekið á dagskrá á fundi á morgun.