12.04.1957
Neðri deild: 86. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1455 í B-deild Alþingistíðinda. (1434)

159. mál, skattur á stóreignir

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það var aðeins til þess að benda á eitt atriði, sem komið hefur fram. Það kom hér fram hjá hv. 9. landsk. þm. (ÓB) nokkur ótti um, að skattur eins og þessi gæti dregið úr sparifjársöfnuninni, haft óheppileg áhrif á sparifjársöfnunina.

Í þessu sambandi vildi ég benda á, að mér finnst, að það ætti alls ekki að vera hætta á því, að þessi skattaálagning geri þetta, einmitt vegna þess, að sparifé er undanþegið skattinum. Þessi skattaálagning verkar einmitt til þess að bæta nokkuð úr því mikla ósamræmi, sem sparfjáreigendur hafa orðið að búa við, samanborið við aðra eignamenn hér á landi. Þessi skattur verkar í þá átt og sýnir, að löggjafanum er þetta atriði ljóst og vill einmitt bæta úr þessu, um leið og fjármuna er aflað til nauðsynlegra framkvæmda. — Það var aðeins þetta, sem ég vildi taka fram, en að öðru leyti sýnist mér, að þau atriði, sem hér hafa komið fram og snerta einstakar greinar, ættu að skoðast í nefnd.