16.05.1957
Efri deild: 100. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2341 í B-deild Alþingistíðinda. (148)

Athugasemdir um fundarhöld

forseti (BSt):

Ég vil nú þegar aðvara menn um það, að héðan af, þar sem sýnist vera tími til þess kominn, að Alþingi geti farið að ljúka störfum, má búast við því, að fundir verði á laugardögum eins og aðra daga, enda eru engin lög fyrir því, að svo sé ekki, og laugardagar eru alls ekki neinir helgidagar á Íslandi eða hjá þjóðkirkjumönnum, sem flestir þm. munu vera. Næsti fundur deildarinnar verður án efa á morgun. Að öðru leyti verður hann boðaður með dagskrá.