27.05.1957
Neðri deild: 109. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1590 í B-deild Alþingistíðinda. (1511)

146. mál, heilsuvernd í skólum

Frsm. (Gunnar Jóhannsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir til 2. umr. á þskj. 597, um heilsuvernd í skólum, var flutt í Ed. af hæstv. félmrh. Heilbr.- og félmn. Ed. leitaði umsagnar nokkurra aðila um frv., og voru umsagnir þeirra, sem til var leitað, á einn veg, þannig að mælt var með, að frv. næði fram að ganga á Alþ.

Heilbr.- og félmn. Ed. gerði nokkrar smávægilegar breyt. við frv. Aðallega voru það orðalagsbreytingar og skýringaratriði. Þá lagði n. enn fremur til, að fyrirsögn frv. breyttist þannig, að í staðinn fyrir orðið „heilsugæzla“ kæmi: heilsuvernd, — og að alls staðar, þar sem stóð í frv. „heilsugæzla“, komi: heilsuvernd.

Heilbr.- og félmn. Nd. tók málið fyrir á fundi sínum 24. maí s.l. Eftir að einstakir meðlimir n. og nefndin í heild hafði athugað frv., varð hún sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt. Einn nm., hv. þm. Ísaf. (KJJ), var fjarverandi, þegar málið var afgreitt.

Ég vil leyfa mér að mæla með því, að frv. verði samþ., og að lokinni þessari umr. legg ég til við hæstv. forseta, að frv. verði vísað til 3. umr.