27.05.1957
Efri deild: 110. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1700 í B-deild Alþingistíðinda. (1571)

177. mál, Landsbanki Íslands

Sigurður Ó. Ólafsson:

Herra forseti. Við afgreiðslu þessa máls í sameiginlegum nefndum var það svo, að ég í forföllum aðalmanns í fjhn. Ed. átti þar sæti. Ég var þar á tveimur fundum. Á þessum tveimur fundum voru frv. lesin yfir, gerðar nokkrar athugasemdir og punktaðar niður. Meira var ekki gert í sameiginlegum nefndum. Síðan hygg ég að Nd.- nefndin hafi átt nokkuð marga fundi um málið og rætt það ýtarlegar en gert var á sameiginlegu fundunum, og nú hefur Nd.- nefndin gefið út nál., sem var útbýtt og mig minnir að hafi verið í tvennu lagi, n. hafi klofnað. Ég álit, að fjhn. þessarar hv. d. eigi mikið eftir að vinna í þessu máli, og þykir mér sjálfsagt að vísa því til n. og segi því já.