24.05.1957
Neðri deild: 107. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1709 í B-deild Alþingistíðinda. (1595)

178. mál, Útvegsbanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Fjhn. ber fram á þskj. 637 brtt. við frv. Sú fyrri er við 16. gr. Í fyrsta lagi er þar till. um að bæta inn einu orði í 4. málsgr., þar segir: „Eftirlaun mega þó aldrei vera hærri en þeir starfsmenn bankans fá hæst, sem eftirlauna njóta úr eftirlaunasjóði starfsmanna bankans.“ Það er lagt til, að þarna bætist inn á undan orðinu „hærri“: hlutfallslega. Og b-liðurinn er um umorðun á síðustu málsgr. greinarinnar viðkomandi heimild bankaráðs til að ákveða eftirlaun fyrir þá starfsmenn, sem bankaráðið ræður sérstaklega.

Síðari brtt. er við 18. gr. og er um umorðun á fyrirmælum greinarinnar um eftirlit bankaráðsmanna með rekstri bankans. Með þessari brtt. er ákvæðið orðað eins og það er í frv. um Landsbankann, sem hér var verið að afgreiða nú rétt áðan.