14.12.1956
Efri deild: 29. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2348 í B-deild Alþingistíðinda. (160)

Minning Paasikivis Finnlandsforseta

forseti (BSt):

Eins og hv. þingmönnum í deildinni mun þegar kunnugt, andaðist nú í morgun fyrrverandi forseti Finnlands, Paasikivi. Við vitum allir, að þetta var hinn merkasti maður, forustumaður þjóðar sinnar lengi og það á mjög erfiðum tímum, og vinur Íslands, það er mér óhætt að fullyrða, því þótt ekki væri mikið, þá hafði ég persónulega ofur lítil kynni af honum. Mér þykir vel til fallið, án þess að orðlengja þetta frekar, að hv. þingmenn í deildinni votti þessum látna fyrrverandi þjóðhöfðingja á einu af Norðurlöndunum virðingu sína með því að rísa úr sætum. — [Þm. risu úr sætum.]